Hólmar gerði sigurmark Silkeborgar
Knattspyrnumaðurinn Hólmar Örn Rúnarsson frá Keflavík gerði sigurmark Sikleborgar í gær er liðið lagði Brondby 2-1. Sigurmarkið kom 10 mínútum fyrir leikslok en það var þrumufleygur frá Hólmari.
Silkeborg er þegar fallið úr dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en rétt eins og með Keflavíkurliðinu þá gefur Hólmar ekki tommu eftir og hefur verið á skotskónum í síðustu tveimur leikjum Silkeborgar þar sem hann gerði eina markliðsins í tapleik gegn FC Nordsjælland á dögunum.
Heimild: www.fotbolti.net