Hólmar á skotskónum
Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson skoraði fyrir lið sitt Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í tapleik gegn Bröndby í dag.
Leikar fóru 3-1, en Silkeborg, sem tefldi einnig fram Herði Sveinssyni, sveitunga Hólmars situr á botni úrvalsdeildar eftir afleitt gengi á leiktíðinni.
VF-mynd úr safni/Jón Björn - Hólmar kveður eftir sinn síðasta leik fyrir Keflavík.