Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Höldur ehf/Bílaleiga Akureyrar bætist í hóp stuðningsaðila HKR
Sunnudagur 11. október 2009 kl. 14:35

Höldur ehf/Bílaleiga Akureyrar bætist í hóp stuðningsaðila HKR

Höldur ehf/Bílaleiga Akureyrar verður aðalstyrktaraðili 2. flokks Handknattleiksfélag Reykjanesbæjar næstu 2 árin, en það eru iðkendur félagsins á aldrinum 18 - 20 ára sem Höldur ehf/Bílaleiga Akureyrar mun styðja við bakið á.

Höldur ehf/Bílaleiga Akureyrar er stærsta bílaleiga landsins með meira en 2000 bíla í rekstri yfir sumartímann og 14 afgreiðslustaði víðsvegar um landið. Starfsmannafjöldi fyrirtækisins er í heild um 100 manns.

„Stuðningur Bílaleigu Akureyrar er okkur hjá HKR afar mikilvægur. Lið HKR í 2. flokki karla tekur þátt í Íslandsmóti á komandi vetri og því fylgja töluverð útgjöld, m.a. í tengslum við ferðalög. Að fyrirtæki eins og Bílaleiga Akureyrar sé tilbúið að styrkja okkur breytir miklu fyrir HKR og gerir 2. flokki karla kleift í þessu tilviki að taka þátt Íslandsmóti í vetur,“ segir Hjalti S. Hjaltason, yfirþjálfari yngri flokka hjá Handknattleiksfélagi Reykjanesbæjar.

„Handboltaæfingar eru hafnar af fullum krafti hjá HKR og vil ég hvetja sem flesta til að mæta og taka þátt í því frábæra starfi sem unnið er hjá HKR,“ segir Hjalti S. Hjaltason.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024