Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Höldum okkar leikstíl
Föstudagur 1. júní 2007 kl. 14:17

Höldum okkar leikstíl

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik heldur á sunnudag til Mónakó þar sem Smáþjóðaleikarnir fara fram dagana 4.-9. júní næstkomandi. Leiknir verða fimm leikir á fimm dögum og mætir Ísland Andorra í fyrsta leik sínum í mótinu. Að þessu sinni eru sjö leikmenn af Suðurnesjum í liðinu. Sigurður Ingimundarson þjálfari landsliðsins segir liðið vera lágvaxnara en oft áður og teflir nú fram fjórum nýliðum, þeim Jóhanni Árna Ólafssyni, Brynjari Björnssyni, Herði Axel Vilhjálmssyni og Þorleifi Ólafssyni.

 

,,Við ætlum okkur að hafa rosalega gaman af þessu móti,” sagði Sigurður í samtali við Víkurfréttir en bætti því við að liðið ætlaði engu að síður að halda sínum leikstíl. ,,Við leikum sæmilega hraðan bolta og munum reyna að fá andstæðinginn til að flýta sér í sínum aðgerðum.”

 

Mun íslenska liðið áfram treysta á góða þriggja stiga nýtingu?

,,Við erum reyndar með góða leikmenn sem eru duglegir að keyra upp að körfunni og það mun mikið mæða á miðherjum okkar en við stólum ekkert endilega á þriggja stiga skotin,” svaraði Sigurður.

 

Íslenska körfuboltalandsliðið hefur ekki unnið Smáþjóðaleikana í langan tíma en Sigurður segir að þrátt fyrir það fari liðið í mótið með það að markmiði að gera atlögu að titlinum.

 

Leikir Íslands á Smáþjóðaleikunum í næstu viku:

 

5. júní kl. 13:30

Ísland-Andorra

 

6. júní kl. 16:00

Ísland-Lúxemburg

 

7. júní kl. 18:30

Ísland-Mónakó

 

8. júní kl. 16:00

Ísland-San Marinó

 

9. júní kl. 13:00

Ísland-Kýpur

 

12 manna hópur landsliðsins á Smáþjóðaleikunum

 

Magnús Þór Gunnarsson

Páll Axel Vilbergsson

Þorleifur Ólafsson

Hörður Vilhjálmsson

Brynjar Björnsson

Jóhann Árni Ólafsson

Friðrik Stefánsson

Brenton Birmingham

Logi Gunnarsson

Helgi Már Magnússon

Kristinn Jónasson

Hreggviður Magnússon

 

Þjálfari: Sigurður Ingimundarson

 

VF-mynd/ [email protected]Frá æfingaleik landsliðsins á dögunum er það mætti úrvalsliði Einars Árna Jóhannssonar í Smáranum í Kópavogi. Landsliðið hafði öruggan sigur í leiknum. Logi Gunnarsson er hér einbeittur á vítalínunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024