Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hogg og Bergþór áfram hjá Njarðvík
Laugardagur 31. október 2020 kl. 07:57

Hogg og Bergþór áfram hjá Njarðvík

Njarðvíkingar hafa samið við Kenneth Hogg og Bergþór Ingi Smárason um framlengingu á veru sinni hjá félaginu næsta árið. 

Kenny er skoskur sóknarmaður en hann hefur skorað þrettán mörk í 2. deildinni í sumar og er fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar. Þessi 29 ára gamli leikmaður kom til Njarðvíkinga um mitt tímabil árið 2017.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bergþór Ingi er kantmaður sem hefur skorað fjögur mörk í 2. deildinni í sumar. „Bergþór hefur spilað 154 leiki fyrir UMFN og sannarlega einn af okkar lykilmönnum, eru því þetta mikil gleðitíðindi,” segir á Instagram síðu Njarðvíkinga. Njarðvík er í 4. sæti í 2. deildinni og á ennþá möguleika á að fara upp um deild þegar tvær umferðir eru eftir.