Höfum hug á því að bæta við okkur íslenskum leikmönnum
Óli Björn Björgvinsson formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur sagði í samtali við Víkurfréttir að Grindvíkingar hefðu hug á því að krækja í einn til tvo leikmenn til viðbótar til að styrkja hóp liðsins. Grindvíkingar hafa þegar samið við Þorleif Ólafsson, Pál Axel Vilbergsson, Pál Kristinsson og Danann
,,Við ætlum að reyna að styrkja hópinn með íslenskum leikmönnum en við höfum ekkert í hendi eins og stendur,” sagði Óli. ,,Við ætlum að reyna að krækja okkur í einn til tvo leikmenn en það fer eftir því hvernig málefnum erlendra leikmanna verður háttað. Eins og er erum við að bíða eftir KKÍ þinginu til þess að sjá hvort það verði einhverjar breytingar þar,” sagði Óli. Ársþing KKÍ fer fram á Flúðum í ár helgina 4.-6. maí.
Hvort Grindvíkingar leiti eftir stórum Bandaríkjamanni í teiginn eða