Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Höfum ekki staðið okkur nógu vel í sumar,“ segir fyrirliði Grindvíkinga
Fimmtudagur 9. ágúst 2012 kl. 14:35

„Höfum ekki staðið okkur nógu vel í sumar,“ segir fyrirliði Grindvíkinga

Ólafur Örn Bjarnason fyrirliði Grindvíkinga í Pepsi-deild karla í fótbolta var ekki sáttur við úrslitin úr leiknum gegn Fram í gær en þar urðu lokatölur 2-2.

„Þetta stig gerir ekkert fyrir okkur nema það að nú hefur leikjunum fækkað. Við þurfum að fara að landa þremur stigum,“ sagði fyrirliðinn en Grindvíkingar eru 7 stigum á eftir Fram eins og áður. Grindvíkingar eru neðstir með 7 stig en Fram eru í 9. sæti með 13 stig. Á milli þessara liða eru svo Selfyssingar með 8 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


„Við settum þetta upp þannig að með sigri á Fram þá væri þetta orðið þriggja hesta hlaup. Hefðum við spilað allan leikinn eins og í seinni hálfleikinn þá hefði það aukið líkurnar á þremur stigum í leiknum gegn Fram. Þetta var auðvitað bara úrslitaleikur og þú þarft að vera tilbúinn að leggja þig allan fram,“ sagði varnarmaðurinn sterki.

En hvað var það sem gerist í fyrri hálfleik? „Það var eins og trúin eða eljan hafi ekki verið til staðar í fyrri hálfleik. Það kom þó í síðari hálfleik en þá vorum við komnir í slæma stöðu. Við náðum þó sem betur fer að jafna og halda þessu.“

Lítið hefur gengið upp hjá Grindvíkingum í sumar og margir lykilmenn hafa veriða að glíma við meisli að undanförnu. Nokkrir leikmenn sem eru að leika eru t.d. ekki í toppstandi þar á meðal Ólafur sjálfur sem vildi gera sem minnst úr því.


„Við erum búnir að vera með mikið að mönnum í meiðslum og oft getum við ekki getað still upp sama liði tvo leiki í röð. Allt þetta spilar inn í en að sjálfsögðu liggur þetta fyrst og fremst í höndunum á þeim sem fara inn á og spila leikinn. Þeir verða að standa sig. Eins og er í augnablikinu þá höfum við bara ekki gert það nógu vel í sumar,“ sagði Ólafur að lokum.

Umfjöllun um leikinn hér.