Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hófu árið á sigri eftir framlengingu
Mynd Bjarni Antonsson Karfan.is
Mánudagur 7. janúar 2019 kl. 08:39

Hófu árið á sigri eftir framlengingu

Grindvíkingar höfðu 103-104 sigur á Blikum eftir framlengingu þegar liðin áttust við í fyrstu umferð Domino’s deildar karla í körfubolta eftir áramót. Jordy Kuiper fór fyrir Suðurnesjamönnum, skoraði 31 stig og hirti 11 fráköst í leik þar sem heimamenn í Breiðablik áttu góðan endasprett til að knýja fram framlengingu. Clinch skoraði 21 stig tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar en byrjunarliðið allt var að skila góðu framlagi. Grindavík er í 7. sæti deildarinnar með 12 stig.

Grindavík: Jordy Kuiper 31/11 fráköst, Lewis Clinch Jr. 21/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 19/6 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 14/7 fráköst/7 stoðsendingar, Tiegbe Bamba 11/8 fráköst/5 stoðsendingar, Johann Arni Olafsson 8, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Terrell Vinson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Hlynur Hreinsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024