Höfnuðu í 3. sæti á næststærsta móti heims
Keflvíkingar á Norway-cup
Efnilegir knattspyrnustrákar úr Keflavík gerðu góða ferð til Noregs á dögunum á risastóru alþjóðlegu móti. Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og höfnuðu í 3. sæti á Norway-cup í keppni A-liða 14 ára. Alls mæta 32 þúsund keppendur til Noregs á mótið, sem er það næststærsta mót yngri flokka í knattspyrnuheiminum, en keppendur eru á aldrinum 10-19 ára. Í undanúrslitum mættu Keflvíkingar liði frá Filipseyjum en þar máttu þeir sætta sig við ósigur. Engu að síður er árangurinn frábær enda voru um 150 lið sem léku bara í þeirra aldursflokki.