HÖFÐU HAMAR Í HENDI SÉR
Grindvíkingar tóku nýliða Hamars í sannkallaða kennslustund í Grindavík í gærkveldi 110-65. Nýliðarnir sem byrjuðu deildarkeppnina af fáséðum krafti skoruðu ekki stig fyrstu tíu mínútur leiksins og þegar þeir loks skiluðu boltanum niður í körfuna minnkuðu þeir muninn í þrjátíu stig, heimamenn höfðu hamrað á þá 32 stigum án svars. Allir leikmenn Grindvíkinga áttu góðan, náðugan, dag og áfallahjálp líklegast óskaúrræði Pétur Ingvarssonar, þjálfara Hamars, í hálfleik. Í seinni hálfleik lenti þeim saman Rodney Dean hjá Hvergerðingum og Bergur Hinriksson Grindvíkingur og voru báðir sendir í bað. Ofangreindur Dean er því í slæmum málum því þetta er í annað sinn sem hann er rekinn af velli vegna slagsmála í vetur, í 7 leikjum.