Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hnefaleikakonur reynslunni ríkari eftir Svíþjóðarför
Hildur, Kara og Margrét.
Mánudagur 10. febrúar 2020 kl. 07:23

Hnefaleikakonur reynslunni ríkari eftir Svíþjóðarför

Þrjár Suðurnesjakonur, þær Margrét Guðrún Svavarsdóttir (21 árs), Kara Sif Valgarðsdóttir (14 ára) Hildur Ósk Indriðadóttir (36 ára), eru reynslunni ríkari eftir þátttöku á stærsta alþjóðlega hnefaleikamóti sem haldið er fyrir konur, Golden Girl Box Cup í Svíþjóð 30. jan.-1. feb. 

Hildur keppti fyrst á föstudeginum en þar sigraði hún heimakonuna Felicia Jakobsson. Hildur tapaði svo í undanúrslitum í æsispennandi bardaga sem hefði getað farið á báða vegu. Sá keppandi endaði á því að vinna flokkinn. Margrét átti stórgóðan bardaga gegn mjög reyndri, finnskri stúlku. Eftir þrjár öflugar lotur sigraði sú finnska. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hin fjórtán ára Kara Sif Valgarðsdóttir var að taka þátt í sínum fyrsta bardaga í ólympískum hnefaleikum. Kara er yngsta íslenska konan sem hefur keppt í ólympískum hnefaleikum en hún hefur stundað íþróttina frá því hún var lítil. Hún byrjaði að læra hjá föður sínum og bróður (fyrrum Íslandsmeistara, Hafsteini Smára Óskarssyni). Kara hefur æft í Hnefaleikafélagi Reykjanesbæjar í fjögur ár. Kara átti að vera í C flokki fyrir keppendur með núll til sex bardaga að baki en var færð upp í B flokk vegna skorts á keppendum, sá flokkur er fyrir keppendur með sex til fimmtán bardaga að baki. Kara stóð sig þó eins og hetja á móti breskri stelpu en tapaði í jafnri viðureign og snýr til baka með góða reynslu. Þess má geta að faðir hennar, Valgarður Magnússon, var með í ferðinni og leiðbeindi henni í horninu. 

Á mótinu tóku þátt alls 300 stelpur frá 31 landi. Þar á meðal öllum helstu klúbbum í Englandi, Írlandi og Rússlandi. 

Hildur eftir sigur í fyrsta bardaganum.