Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

HM veisla í handbolta – frítt á æfingar yfir HM
Mánudagur 10. janúar 2011 kl. 13:55

HM veisla í handbolta – frítt á æfingar yfir HM

Handknattleiksdeild Reykjanesbæjar býður öllum þeim krökkum sem vilja prufa handbolt, frítt á æfingar á meðan á Heimsmeistaramótinu stendur en það fer fram í Svíþjóð og hefst á föstudaginn næstkomandi.

Handboltaæfingar í Reykjanesbæ eru undir merki HKR og er félagið með æfingar fyrir krakka sem eru fæddir 2004 og seinna. Æfingar eru tvisvar til fjórum sinnum í viku og er öllum þeim krökkum sem hafa áhuga, boðið að prófa þessa skemmtilegu þjóðaríþrótt Íslands þeim að kostnaðar lausu en HM stendur yfir í tvær vikur.

Nánari upplýsingar um æfingatíma hjá hverjum flokki fyrir sig og aldursskiptingu flokkana er að finna á heimasíðu HKR, www.hkr.is.

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024