HM í sundi: Örn setti Íslandsmet í 50m baksundi
Örn Arnarsson setti Íslandsmet í 50 metra baksundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Barcelona í morgun en það dugði honum ekki til að komast í undanúrslit. Hann varð 19. af 89 keppendum í undanrásum á 26,18 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet um 14 hundruðustu úr sekúndu.Íris Edda Heimisdóttir varð 34. af 59 keppendum í 50 metra bringusundi á 34,01 sekúndu og bætti fyrri árangur sinn um tvo tíundu úr sekúndu.
Útvarpið greindi frá.
Útvarpið greindi frá.