Hlé gert á æfingum vegna Covid-19
Bæði Njarðvík og Keflavík hafa gert hlé á öllum æfingum barna og unglinga í ljósi þess að smit hefur borist inn í íþróttastarfið, þetta á við allar deildir félaganna.
Á heimasíðu Keflavíkur var eftirfarandi tilkynning birt:
„Í ljósi stöðunnar um fjölgun fólks í sóttkví og smita á Suðurnesjum þá hefur Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag ákveðið að gera hlé á öllum æfingum í barna- og unglingastarfi félagsins frá og með deginum í dag (athugið engar æfingar í dag). Þetta á við um allar deildir félagsins. Gert er ráð fyrir að æfingar hefjist aftur 21. október nk. að loknu vetrarfríi skólanna.“
Á heimasíðu UMFN er eftirfarandi færsla frá sunddeild ÍRB:
„Í ljósi nýrra Covid-19 smita í Reykjanesbæ sem hafa nú teygt anga sína inn í íþróttastarfið og víðar. Ætlum við hjá ÍRB að sinna samfélagslegri skyldu okkar með því að stöðva allt barna- og unglingastarf hjá öllum deildum frá og með deginum í dag og fram yfir vetrarleyfi skólanna þ.e. 20. október n.k.“