Hlaðnir verðlaunapeningum eftir mót í Færeyjum
NES-arar að gera góða hluti.
Viktor Ingi, Fannar Logi og Ingólfur Már úr íþróttafélaginu NES sópuðu til sín verðlaunum á norrænu barna- og unglingamóti sem fram fór í Færeyjum á dögunum. Félagarnir fóru þangað með 30 manna hópi frá Íslandi til að keppa fyrir hönd þjóðarinnar. Þeir voru að vonum ánægðir með ferðina og eignuðust fjölda nýrra vina.