HKR með æfingar í Garðinum
HKR eða Handknattleiksfélag Reykjanesbæjar hefur í samstarfi við Víði og Æskulýðsnefnd Garðs hafið handboltaæfingar í Garðinum. Til að byrja með verður ein æfing í viku í Garðinum, en íþróttahúsið hér í Garðinum er annað af tveimur húsum á Suðurnesjum sem hefur löglegan handboltavöll. Hinn er í Toyotahöllinni í Keflavík.
Tveir hópar æfa annan hvern miðvikudag í Garðinum en æfingatíminn er á miðvikudögum kl. 18:00 – 19:15 og koma krakkar úr Keflavík, Sandgerði og Njarðvík í Garðinn með strætó á þessar æfingar.
Krökkum úr Garðinum er velkomið að koma og prófa æfingar, en annan hvern miðvikudag æfa 9 – 11 ára krakkar (f. 99, 00, 01, og 02) og hinn miðvikudaginn 12 – 15 ára krakkar (f. 96, 97 og 98)
Þeir krakkar í Garðinum sem áhuga hafa á að prófa geta mætt í íþróttahúsið og fengið nánari tímasetningar á æfingunum.
Heimasíða HKR: http://hkr.is