Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hjörtur verður þjálfari og Hörður spilar með Keflvíkingum
Þriðjudagur 11. október 2016 kl. 10:07

Hjörtur verður þjálfari og Hörður spilar með Keflvíkingum

Hjörtur Harðarson verður aðalþjálfari liðs Keflavíkur í Dominos deild karla í körfubolta í vetur. Karfan.is greinir frá því. Hörður Axel Vilhjálmsson hefur einnig samið við stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur um að spila með liðinu í vetur, en hann hefur staðfest það í samtali við Víkurfréttir.

Upp kom sú staða nú í haust að aðalþjálfari liðsins, Sigurður Ingimundarson, þurfti sökum heilsufarsástæðna að taka sér ótímabundið leyfi. Þá var það aðstoðarmaður hans, Hjörtur Harðarson, sem að tók við aðalþjálfarastöðunni. Sem átti fyrst að vera tímabundin, en það hefur nú verið staðfest. Gunnar Einarsson mun starfa með Hirti í vetur sem aðstoðarþjálfari liðsins eins og greint var frá á dögunum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hörður kemur til með að styrkja Keflavíkurliðið gríðarlega en hann er einn lykilmanna landsliðsins og einn besti leikmaður landsins í dag. Undanfarin 5 ár hefur Hörður verið í atvinnumennsku meðal annars hjá þýska félaginu Mitteldeutscher, spænska félaginu Valladolid, gríska félaginu Aries Trikala og tékkneska félaginu ČEZ Basketball Nymburk.