Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Hjörtur til liðs við Þrótt Vogum
Mánudagur 4. febrúar 2008 kl. 22:20

Hjörtur til liðs við Þrótt Vogum

Bakvörðurinn Hjörtur Harðarson er genginn til liðs við Þrótt Vogum í 1. deild karla í körfuknattleik. Hjörtur mun því leika með Þrótti það sem af lifir þessari leiktíð en hann var á mála hjá Grindavíkingum.

 

Hjörtur hefur að undanförnu verði í aukahlutverki hjá Grindvíkingum en hefur leikið alls 9 deildarleiki á þessari leiktíð með Grindavík og gert í þeim 0,4 stig að meðaltali í leik. Hjörtur er margreyndur bakvörður og hefur leikið með Keflavík, Haukum, Þór Akureyri og Grindavík en á síðustu leiktíð var hann spilandi þjálfari hjá Haukum.

 

Þróttarar eru við botn 1. deildar með 4 stig og leika næst gegn Haukum á föstudagskvöld í íþróttahúsinu í Vogum kl. 20:00. Hjörtur verður orðinn löglegur í liði Þróttar á föstudagskvöld.

 

Hjörtur er kærkomin búbót hjá Þrótti þar sem bakvörðurinn ungi Daníel Guðmundsson gekk nýverið í raðir Njarðvíkinga en Daníel var fyrsti leikstjórnandi hjá Þrótti framan af leiktíðinni.

 

Leikmannaferill Hjartar Harðarsonar

 

VF-Mynd/ Úr safni - Hjörtur í leik með Grindvíkingum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024