Hjörtur og Þröstur í Adidas Superstar Camp
Þeir Hjörtur Hrafn Einarsson (UMFN) og Þröstur Leó Jóhannsson (Keflavík) hafa fengið boð um að taka þátt í Adidas Superstar Camp sem fram fer í Berlín dagana 17. – 21. ágúst.
Er boðið mikil viðurkenning fyrir strákana enda um gríðarsterkar æfingabúðir að ræða þar sem aðeins efnilegustu leikmönnum Evrópu er boðið að taka þátt. Hjörtur og Þröstur eru um þessar mundir á Spáni þar sem þeir leika með U 16 ára landsliðinu í A-deild Evrópukeppninnar í körfuknattleik.
Sem dæmi má nefna var Tracy McGrady uppgötvaður í Adidas Superstar Camp en hann er á meðal fremstu leikmanna í NBA deildinni.
KR-ingurinn Brynjar Björnsson hefur þegar fengið boð um að taka þátt í búðunum og því þrír Íslendingar sem verða í Berlín núna seinna í mánuðinum.
„Það er búið að koma töluvert að máli við mig varðandi íslensku leikmennina, t.d. hafa eitthvað af Bandarískum háskólum verið að spyrjast fyrir um strákana. En það eru fyrst og fremst stórkostlegar fréttir að Hirti og Þresti hafi verið boðið að taka þátt í Adidas æfingabúðunum því þær eru mjög virtar og þetta er stór viðurkenning fyrir íslenskan körfuknattleik,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari U 16 ára liðs Íslands, í samtali við Víkurfréttir.
Er boðið mikil viðurkenning fyrir strákana enda um gríðarsterkar æfingabúðir að ræða þar sem aðeins efnilegustu leikmönnum Evrópu er boðið að taka þátt. Hjörtur og Þröstur eru um þessar mundir á Spáni þar sem þeir leika með U 16 ára landsliðinu í A-deild Evrópukeppninnar í körfuknattleik.
Sem dæmi má nefna var Tracy McGrady uppgötvaður í Adidas Superstar Camp en hann er á meðal fremstu leikmanna í NBA deildinni.
KR-ingurinn Brynjar Björnsson hefur þegar fengið boð um að taka þátt í búðunum og því þrír Íslendingar sem verða í Berlín núna seinna í mánuðinum.
„Það er búið að koma töluvert að máli við mig varðandi íslensku leikmennina, t.d. hafa eitthvað af Bandarískum háskólum verið að spyrjast fyrir um strákana. En það eru fyrst og fremst stórkostlegar fréttir að Hirti og Þresti hafi verið boðið að taka þátt í Adidas æfingabúðunum því þær eru mjög virtar og þetta er stór viðurkenning fyrir íslenskan körfuknattleik,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari U 16 ára liðs Íslands, í samtali við Víkurfréttir.