Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 4. desember 2002 kl. 10:02

Hjörtur Harðarson ráðinn landsliðsþjálfari kvenna

Hjörtur Harðarson, bakvörður Keflavíkurliðsins í körfuknattleik, hefur verið ráðinn þjálfari kvennalandsliðs Íslands í körfuknattleik. Hjörtur tekur við af Sigurði Ingimundarsyni en Hjörtur hefur aðstoðað Sigurð með landsliðið undanfarið.Á heimasíðu KKÍ er sagt að Sigurður hafi ekki gefið kost á sér áfram sem þjálfari kvennalandsliðsins og því þótti Hjörtur besti kosturinn. Hjörtur hefur gefið gott orð af sér sem þjálfari Þórs á Akureyri og einnig sem þjálfari yngriflokka hjá Keflavík.
Næsta verkefni kvennalandsliðsins er þátttaka í alþjóðlegu móti milli jóla og nýárs í Luxembourg þar sem liðið mun leika gegn Svíum, Englendingum auk heimamönnum í Luxembourg.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024