Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hjónin Sæmundur og Auður sigursæl í Taílandi
Miðvikudagur 31. janúar 2007 kl. 14:29

Hjónin Sæmundur og Auður sigursæl í Taílandi

60 íslenskir keppendur tóku þátt í golfmóti á vegum Úrvals-Útsýnar sem fram fór á Burapha vellinum í Pattaya í Taílandi í síðustu viku. Kjartan L. Pálsson er fararstjóri hópsins og sagði hann ferðina hafa heppnast mjög vel. Hitastigið í Taílandi á þessum árstíma er 30-35 gráður.

„Þetta gekk allt mjög vel. Sumum fannst kannski full heitt til að byrja með í mótinu, en  svo fengum við hörku dembu á seinni 9 holunum og voru margir mjög sáttir við - brunuðu bara í skjól á næsta veitingastað á vellinum eða undir næsta tré og biðu af sér rigninguna,“ sagði Kjartan í samtali við Kylfing.is. „Ég skipti hópnum upp í tvo flokka kvenna og tvo flokka karla og síðan var einn súper flokkur, 70 ára og eldri.“

Hjónin Sæmundur Hinriksson og Auður J. Árnadóttir úr Keflavík sigruðu  í A-flokki karla og kvenna. Þau voru að spila golf í Taílandi í fyrsta sinn. „Þetta var mjög góð ferð og draumur allra kylfinga að spila þarna. Það er ódýrt að lifa þarna þjónustulund Taílendinga til fyrirmyndar. Við spiluðum góða velli og veðrið var eins og best verður á kosið. Ég get alveg hugsað mér að fara þangað aftur,“ sagði Sæmundur Hinriksson.

Hann sagði að allir noti golfbíla á völlunum og eins er skylda að hafa kylfusvein. Hann sagði að það kostaði um 3.000 krónur að spila hvern hring og innfalið væri bæði bíll og kylfusveinn. „Það er ótrúleg þægilegt að hafa kylfusvein og bíl, enda er nokkuð heitt þarna. Ég var mjög ánægður með hvernig ég var að spila, náði tvisvar að leika á innan við 80 höggum,“ sagði Sæmundur sem er með 8,5 í forgjöf. Hann sagði að erfiðasta við svona ferð væri ferðalagið. Flug frá Amsterdam til Taílands tæki um 11 klukkutíma.

Úrslit í mótinu:

Karlar A-flokkur (forgjöf 0 til 15)
1. Sæmundur Hinriksson GS  35 punkta
2. Örn Bárður Jónsson NK 33
3. Birgir Sigurðsson GA 31

Karlar B-flokkur (forgjöf 16 til 32)
1. Pálmi Þór Pálmason GKB  36
2. Kristján Jón Hafsteinsson GKJ 31
3. Skúli Hróbjartsson GOB 30

Konur A flokkur (forgjöf 0 til 30)
1. Auður J. Árnadóttir GS  30
2. María Magnúsdóttir GR 28
3. Dóra Henriksdóttir GVG 27

Konur B flokkur (forgjöf 31 til 36)
1. Agnes Aðalsteinsdóttir GKG 31
2. Ingrid Sigurðsson  30
3. Ragna Pétursdóttir GKJ 29

Super flokkur, 70 ára og eldri
1. Ólafur A. Ólafsson NK  33
2. Jón Svan Sigurðsson GK  33
3. Jón Björnsson GO 32
4. Knútur Björnsson GK 32

 

Myndir: Á efri myndinni eru verðlaunahafar í A-flokki kvenna: (frá vinstri) Auður Árnadóttir, María Magnúsdóttir og Dóra Henriksdóttir. Á neðri myndinni eru þrír efstu í A-flokki karla: (frá vinstri: Örn Bárður Jónsson, Sæmundur Hinriksson og Birgir Sigurðsson.

 

www.kylfingur.is

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024