Hjón þjálfa í Grindavík
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur ráðið nýja yfirþjálfara fyrir næsta tímabil. Hjónin Guðmundur Bragason og Stefanía Jónsdóttir munu sameiginlega taka að sér hlutverk yfirþjálfara yngri flokka hjá deildinni í vetur.
Þau Guðmundur og Stefanía sem hafa um árabil verið hluti af körfuboltafjölskyldunni í Grindavík, bæði sem leikmenn, þjálfarar og stuðningsfólk. Þau hafa gríðarlega þekkingu á körfuknattleik sem mun án nokkurs vafa nýtast deildinni við að efla sitt starf og gera gott starf enn betra. Þau hófu störf þann 1. ágúst síðastliðinn og væntir körfuknattleiksdeild Grindavíkur mikils af starfi þeirra í vetur, segir í frétt UMFG.