Hjólreiðaáhugafólk hittist í kvöld
Hópur áhugasamra hjólreiðamanna og –kvenna mun koma saman í salarkynnum hnefaleikafélags Reykjaness, gömlu Sundhöllinni í Keflavík, í kvöld. Þetta verður fyrsti vísirinn að stofnun reiðhjólaklúbbs í Reykjanesbæ og eru allir sem áhuga hafa á hjólreiðum hvattir til að mæta á fundinn, sem hefst kl. 20.







