Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hjólakraftskrakkar úr Sandgerði og Garði fóru 32 km
Hjólreiðafólk úr Hjólakrafti í Sandgerði og Garði stóð sig mjög vel í Geysi Reykjanesmótinu í hjólreiðum. Mynd af vef Sandgerðisbæjar.
Miðvikudagur 11. maí 2016 kl. 06:00

Hjólakraftskrakkar úr Sandgerði og Garði fóru 32 km

Fulltrúar Hjólakrafts í Sandgerði og Garði stóðu sig með prýði í hjólreiðakeppninni Geysir Reykjanesmótið sem haldið var í Sandgerði síðasta sunnudag. Frá þessu var greint á vef Sandgerðisbæjar.

Mótið var haldið nú í níunda sinn af Þrírautardeild Njarðvíkur og voru um 350 keppendur á mótinu sem var hið glæsilegasta. Mótið hefur verið haldið í Sandgerði frá upphafi. Keppt var bæði 64 km flokki og 32 km flokki. Þjálfarar hópsins voru einstaklega ánægðir og stoltir af árangri  hópsins, sem er strax farinn að undirbúa sig fyrir næsta mót sem verður WOW cyclothon og þá verður hjólað hringinn í kringum landið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024