Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hjóla til styrktar góðu málefni
HS Orkuboltar.
Mánudagur 23. júní 2014 kl. 13:18

Hjóla til styrktar góðu málefni

Tíu starfsmenn HS Orku og HS Veitna.

Starfsmenn HS Orku og HS Veitna taka þátt í WOW reiðhjólakeppninni sem hefst á morgun, þriðjudaginn 24. júní. Tíu starfsmenn ætla sér að hjóla hringveginn, alls 1332 km. og safna áheitum um leið sem renna óskipt í þarft og gott málefni, til bæklunarskurðdeildar Landspítalans.

Hópurinn hefur verið við æfingar undanfarin misseri og hafa þau tekið þátt í nokkrum mótum. Að sögn hafa þau lagt mikið á sig við æfingar og skipulagningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hægt er að fylgjast með þeim á Facebookarsíðu þeirra, HS Orkuboltar.

Skorað er á að heita á þau hér og gildir að margt smátt geri eitt stórt.