Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hjalti yfirgefur Njarðvíkinga
Miðvikudagur 3. febrúar 2016 kl. 13:45

Hjalti yfirgefur Njarðvíkinga

Hjalti Friðriksson hefur sagt skilið við Njarðvíkinga og mun því ekki leika með liðinu áfram í Domino's deildinni. Þetta staðfesti hann í samtali við Karfan.is nú rétt í þessu. „Ég var ekkert að komast almennilega á strik hjá Njarðvík og svo komu upp aðrir hlutir svo það var best að segja þetta gott í bili,“ sagði Hjalti sem lék 15 leiki með liðinu og skoraði þá um fimm stig í leik og tók þrjú fráköst.

„Ég hefði ekkert lokað á þann möguleika að fara í annað lið en þetta kom upp um leið og glugginn lokaðist þannig að það var of seint,“ bætti Hjalti við.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024