Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hjálmar tryggði IFK í úrslitin
Föstudagur 3. ágúst 2007 kl. 13:42

Hjálmar tryggði IFK í úrslitin

IFK Gautaborg hafði 2-1 sigur á Mjallby í undanúrslitum sænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær þar sem Hjálmar Jónsson, fyrrum leikmaður Keflavíkur, tryggði IFK sigurinn í leiknum.

 

Framlengja þurfti leikinn í gær og á 111. mínútu leiksins skoraði Hjálmar sigurmarkið og því mun IFK leika til úrslita í sænsku bikarkeppninni.

 

Þá var Grindvíkingurinn Ólafur Örn Bjarnason í byrjunarliði Brann í gær sem lagði Carmarthen Town 6-3 í undankeppni UEFA keppninnar. Brann vann einvígið alls 14-3.

 

Mynd: www.fotbolti.netHjálmar Jónsson á æfingu með íslenska landsliðinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024