Byko - 31 ágúst
Byko - 31 ágúst

Íþróttir

Miðvikudagur 21. ágúst 2002 kl. 21:27

Hjálmar spilaði vel í sínum fyrsta heimaleik

Hjálmar Jónsson leikmaður Gautaborgar í Svíþjóð og fyrrum leikmaður Keflavíkur í knattspyrnu átti mjög góðan leik með íslenska landsliðinu sem sigraði lið Andorra 3-0 á Laugardalsvelli í kvöld. Hjálmar byrjaði inná í leiknum og lék allan leikinn en þetta var fyrsti landsleikur Hjálmars á Íslandi en sá fjórði í röðinni samanlagt.Hjálmar átti þátt í fyrsta markinu sem Eiður Smári skoraði og lék annars mjög vel í leiknum, átti til að mynda skalla rétt framhjá og sendingu fyrir markið á Marel Baldvinsson sem klúðraði færinu einn á móti markmanni.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25