Hjálmar og félagar björguðu sér frá falli
Gautaborg, lið Hjálmars Jónssonar í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sigraði Vastra Frölunda, 2-0, í síðari leik liðanna um laust sæti í úrvalsdeild sem fram fór á heimavelli Gautaborgar. Fyrri leikurinn endaði með jafntefli 1-1 og því heldur Gautaborg sæti sínu í deildinni.Hjálmar lék ekki með Gautaborg í leiknum sökum meiðsla í hné en hann mun fara í aðgerð á næstunni.