Hjálmar Jónsson valinn í landsliðið
Hjálmar Jónsson fyrrum leikmaður Keflavíkur í knattspyrnu og núverandi leikmaður Gautaborgar í Svíþjóð hefur verið valinn í sautján manna landsliðshóp Íslands sem mætir liði Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvelli 21. ágúst. Þá voru þeir Ómar Jóhannsson, Magnús Þorsteinsson og Haraldur Guðmundsson valdir í U21 árs landsliðið sem mætir Frökkum í vináttulandsleik í Brive 21. ágúst en þjálfari liðsins er Ólafur Þórðarson.