Hjálmar Jónsson á varamannabekk IFK Gautaborgar í kvöld
				
				Knattspyrnukappinn Hjálmar Jónsson er á varamannabekknum hjá liði sínu IFK Gautaborg sem mætir Örebro í kvöld í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta er fyrsti leikur liðsins á tímabilinu en eins og flestir vita gekk Hjálmar til liðs við Gautaborg frá Keflavík fyrir nokkru síðan.Það er mikil samkeppni í liðinu og er hann að berjast við gömlu kempuna Pontus Kåmark sem m.a. spilaði með Leicester um tíma. Hjálmar sagði í samtali við Bylgjuna í dag að sænski boltinn legðist mjög vel í sig og hann væri farinn að hlakka til að spila sinn fyrsta leik.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				