Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 28. janúar 2002 kl. 13:42

Hjálmar Jónsson á leið til Gautaborgar?

Forráðamenn sænska liðsins Gautaborg hafa átt í viðræðum við Keflavík síðustu daga um hugsanleg kaup liðsins á varnarmanninum Hjálmari Jónssyni.
Forráðamenn beggja liða komu saman á fundi sl. laugardag en þar var aðallega verið að setja umræðurnar á stað. Rúnar Arnarsson formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur sagði að það væri lítið sem ekkert hægt að segja um þetta mál eins og staðan væri í dag en liðin eiga eftir að ræða betur saman á næstunni og þá munu línur skírast betur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024