Hjálmar fer ekki með landsliðinu til Bödö
Hjálmar Jónsson fyrrverandi leikmaður Keflvíkinga í knattspyrnu sem spilar nú með atvinnumannaliðinu Gautaborg í úrvalsdeild Svíþjóðar, Alsvenskan, mun ekki spila með landsliði Íslands gegn Noregi í Bödö 22. maí eins og til stóð.Hjálmar meiddist á æfingu hjá Gautaborg fyrir stuttu og getur því ekki tekið þátt. Atli Eðvaldsson hefur valið Bjarna Þorsteinsson, Molde, í stað Hjálmars.