Föstudagur 14. september 2007 kl. 10:10
Hitti liðsfélagana á Kastrup
Bandaríkjamaðurinn Charleston Long mun leika með silfurliði Njarðvíkur í Iceland Exressdeild karla á komandi leiktíð en hann hitti fyrir verðandi liðsfélaga sína á Kastrup í gærmorgun. Njarðvíkingar eru nú staddir í Kaupmannahöfn í Danmörku til þess að taka þátt í æfingamóti ásamt ýmsum dönskum liðum. Njarðvíkingar leika sinn fyrsta leik í Danmörku í kvöld kl. 20 gegn Høbas.
Charleston Long kom frá Lakeside Lightning í Vestur-Ástralíu en hann mun vera fjölhæfur leikmaður sem á að geta leikið vörn á leikmenn allt frá leikstjórnanda upp í miðherja.
Leikmenn Njarðvíkur sem fóru til Danmerkur eru eftirfarandi:
Friðrik Stefánsson
Egill Jónasson
Charleston Long
Hjörtur Einarsson
Friðrik Guðni Óskarsson
Guðmundur Jónsson
Jóhann Ólafsson
Brenton Birmingham
Elías Kristjánsson
Daníel Guðmundsson
Ágúst Hilmar Dearborn
Sverrir Þór Sverrisson komst ekki með en hann er að klára tímabilið með knattspyrnuliði Njarðvíkur en þeir eiga stórleik á laugardag gegn Reyni Sandgerði.
www.umfn.is
Mynd: Charleston Long