Hitaveitumótið í Reykjaneshöll um helgina
Jólamót Hitaveitu Suðurnesja verður haldið í Reykjaneshöllinni um helgina. Fjögur lið leika á mótinu en það eru FH, ÍA, ÍBV og Keflavík. Á föstudaginn leika FH og ÍA kl. 18:30 og síðan Keflavík og ÍBV kl. 20:30. Sigurvegararnir í leikjum föstudagsins leika svo til úrslita á sunnudeginum kl. 14:00 en liðin sem tapa leika um 3. sætið kl. 12:00.Þess má til gamans geta að mótið hefur verið haldið einu sinni áður og þá sigruðu Keflvíkingar. Keflavík er eina liðið af þessum fjórum sem ekki leikur í úrvalsdeild og verður gaman að sjá hvar liðið stendur meðal þeirra bestu.