Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hinn íslenski Maradona bjargar deginum
Laugardagur 6. október 2018 kl. 06:00

Hinn íslenski Maradona bjargar deginum

Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson fann markaskóna í Hollandi

Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson er óðum að komast í gang með sínu nýja félagi, Excelsior Rotterdam, í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Elías tryggði liði sínu 1:0 sigur um síðustu helgi með sannkölluðu draumamarki sem minnti um margt á tilþrif argentínskra snillinga sem bera númerið tíu á bakinu, en blöðin í Hollandi tala um að markið sé í anda sjálfs Maradona.

Strákarnir í liðinu klipptu myndina út úr blaðinu og hengdu fyrir ofan skápinn hans Elíasar, en fyrirsögnin er eitthvað á þessa leið: „Íslenski Maradona reyndist hetjan.“ Elías fær ekki að taka myndina niður og er ekki alls kostar ósáttur við það, þetta gæti verið verra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eftir að hafa skorað 26 mörk í 76 leikjum með Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni kom það ef til vill á óvart að Elías var sagður til sölu í fjölmiðlum. „Ég las bara um þetta sjálfur en liðsfélagar mínir sýndu mér þetta á æfingu,“ segir Keflvíkingurinn. Hann fann aldrei fyrir öryggi í Gautaborg, að hann ætti fast sæti þrátt fyrir að sinna hlutverki framherja sómasamlega, þ.e. að skora mörk. Hann átti erfitt með að kveðja en gerir sér grein fyrir því að svona er lífið í fótboltanum.

Rússagull stóð til boða

Á endanum fór það svo að Elías var falur og félög virtust áhugasöm um að tryggja sér þjónustu framherjans sprettharða. Lið frá Rússlandi var m.a. tilbúið að bjóða Elíasi gull og græna skóga en hann kaus Holland af fótboltaástæðum. „Þetta er mun betra fótboltaskref fyrir mig og hér líður okkur mjög vel,“ segir hinn 23 ára Elías sem á von sínu fyrsta á barni í desember ásamt kærustu sinni. Hann er hrifinn af fótboltanum sem er spilaður í Hollandi þar sem tæknileg geta hans og vilji til þess að halda boltanum á jörðinni nýtast vel. Svo ekki sé minnst á hraða hans.

Eftir sjö umferðir situr Excelsior í áttunda sæti og Elías hefur byrjað inn á í öllum leikjum. Þetta var hins vegar hans fyrsta mark í Hollandi. „Ég er meira spenntur að hafa loksins skorað en að það hafi komið með þessum hætti,“ segir Elías en markið hefur vakið athygli fyrir einstaklingsframtak Keflvíkingsins.

„Þetta gekk  fullkomlega upp. Ég fæ boltann á mínum vallarhelmingi. Eina sem ég gat gert var að halda áfram á ferðinni sem ég var á. Ég hægi á mér og lít í kringum mig og leita eftir samherjum sem voru of langt frá mér. Ég sé varnarmanninn taka furðulega hreyfingu þannig að ég næ að pikka boltanum framhjá honum. Þetta gerðist auðvitað allt í augnablikinu en maður sér allar smáhreyfingar sem henta manni til þess að komast alla leið. Varnarmaðurinn var svo í sjónlínu fyrir markmanninum þannig að hornið var bara opið,“ segir Elías í rólegheitunum. Það er auðvitað ekkert eðlilegt við svona mark og leikmenn teljast heppnir að ná að galdra svona fram einu sinni á farsælum ferli. „Ég áttaði mig ekki á því strax en eftir að fólk fór að tala um markið þá hugsaði ég nú að þetta væri alveg sæmilegt mark,“ segir Keflvíkingurinn hógvær.

Bíður þolinmóður eftir landsliðinu

Á þeim tveimur stórmótum sem Íslendingar hafa átt karlalið í fótboltanum, hefur Elías þurft að sitja heima og fylgjast með í sjónvarpinu. Hann á að baki níu landsleiki og var að því er virtist á tímabi

 

li inn í myndinni en náði ekki að komast í hóp utan æfingaleikja.

„Ég er ennþá ungur og liðið hefur verið sterkt. Það er ekkert hægt að svekkja sig á því. Það er bara að gera betur til að komast í næsta hóp. Auðvitað vill maður alltaf vera valinn. Ef þú horfir á framherjana í liðinu þá ert þú ert ekkert að fara að ganga inn í þann hóp.“ Hann segist sáttur við þróunina á sínum ferli sem hófst hjá Valerenga í Noregi. „Mér finnst ég hafa styrkst mikið og þroskast sem leikmaður og það er minn draumur að komast sem allra lengst. Ég er ekkert að stressa mig.“

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

First goal✅

A post shared by Elías Már Ómarsson (@eliasmar95) on