Hinn hvíti Zorro
Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson sem leikur körfubolta með Angers í Frakklandi vakti verðskuldaða athygli á dögnum. Logi var stigahæstur í naumum sigri liðsins í síðasta leik en aukabúnaður sem Logi skartaði í leiknum vakti jafnvel meiri athygli en frammistaða hans.
Logi varð fyrir því óláni að nefbrotna á æfingu með liði sínu og þarf því að notast við hvíta andlitsgrímu næstu misseri. Kappinn birti þessa mynd sem sjá má hér að ofan á facebook síðu sinni og vakti hún mikla athygli.
Nú er bara spurning hvort nafnið hvíti Zorro festist við Loga en einhverjir fleygðu því fram á facebook síðu Njarðvíkingsins knáa.