Hin liðin búin að lesa okkar leik
Keflvíkingar hafa aðeins landað einu stigi í Landsbankadeild karla í knattspyrnu síðan þeir mættu ÍA uppi á Skipaskaga þann 4. júlí síðastliðinn. Skagamenn höfðu 2-1 sigur í þeim leik með eftirminnilegu óþokkamarki Bjarna Guðjónssonar og síðan þá hefur leikur Keflavíkur hrunið líkt og spilaborg. Hvort samhengi sé þarna á milli eður ei skal ósagt látið en víst er að nú er sá möguleiki fyrir hendi að Keflvíkingar gætu lent í fallbaráttunni. Víkurfréttir tóku púlsinn á Kristni Guðbrandssyni, aðstoðarþjálfara Keflavíkur, sem telur að það séu mörg smáatriði sem ekki séu að ganga upp í leik liðsins.
,,Við mætum Fram á fimmtudag í leik sem við verðum, bara verðum hreinlega að vinna. Við verðum að rífa okkur upp svo við eigum það ekki á hættu að lenda í fallbaráttunni á lokasprettinum því það er inni í myndinni. Engu að síður á ég ekki von á því, við þyrftum hreinlega að tapa öllum okkar leikjum ef það ætti að
Aðspurður um hvernig andinn væri núna í herbúðum Keflavíkur sagði Kristinn að hann væri fínn og hefði verið góður alla vikuna fyrir leikinn gegn Val. ,,Meiðslin hafa bara sitt að segja hjá okkur, við höfum ekki nægilega breidd og þá hefur vantað brodd í sóknarleikinn hjá okkur. Margt kemur inn í dæmið hjá okkur og það er mikið af litlum hlutum sem eru ekki að ganga upp. Við þurfum betri sendingar og meiri sköpun í sóknina og þegar við komum upp að markinu vantar þetta óvænta og að
,,Mér finnst eins og önnur lið hafi lesið okkur vel að undanförnu og það er löngu kominn tími á að við svörum því,” sagði Kristinn og hann kvaðst vita vel hvernig Fram myndi mæta stemmt til leiks á fimmtudag þegar liðin mætast á Laugardalsvelli. ,,Þeir munu ráðst beint á okkur því við erum særðir þessa dagana, þeir munu fara beint í sárin,” sagði Kristinn.
Af leikmannamálum Keflavíkur er það að frétta að þrír leikmenn þurftu að yfirgefa völlinn í gær gegn Val á fyrstu 25 mínútum leiksins. Branislav Milicevic verður ekki með gegn Fram á fimmtudag en hann bólgnaði illa á ökkla gegn Val. Fregnir þess efnis að hann sé á leiðinni til Start í Noregi eiga við nokkur rök að styðjast.
,,Núna snýst þetta bara um hugarfar leikmanna,” sagði Kristinn við Víkurfréttir.
Staðan er súr í broti fyrir alla þá sem snúa að knattspyrnunni í Keflavík því liðið ætlaði sér stóra hluti í upphafi leiktíðar en öll þeirra áform hafa fokið út í veður og vind. Núna er allsendis óvíst hvort Keflavík takist að vinna sér sæti í Evrópukeppninni og bæði Bikarinn og Íslandsmeistaratitillinn úr sjónmáli og botninn blasir við ef ekkert verður að gert.