Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hin hlið Ágústu Jónu Heiðdal
Fimmtudagur 25. ágúst 2011 kl. 10:07

Hin hlið Ágústu Jónu Heiðdal

Grindvíkingurinn Ágústa Jóna Heiðdal sýnir á sér ,,Hina hliðina" á Fótbolta.net í dag en þar er hún spurð spjörunum úr um allt milli himins og jarðar. Ágústa Jóna er uppalin hjá Tindastól og lék með meistaraflokkum Tindastóls og Þórs/KA fyrir norðan áður en hún færði sig yfir á Suðurnesin.

Þar hefur hún leiki síðan sumarið 2002. Fyrst með sameiginlegu liði RKV, síðan Keflavík, sameiginlegu liði GRV og í sumar hefur hún leikið með Grindavík í Pepsi-deildinni.

Lítum á hina hliðina á Ágústu Jónu:

Fullt nafn: Ágústa Jóna Heiðdal

Gælunafn: Ágústa, Gústa og já ekki má gleyma gamla :)

Aldur: Er að detta í dirty thirty...

Giftur / sambúð? Trúlofuð og í sambúð

Börn: Á einn fallegan Mikael Mána 1 árs

Hvað eldaðir þú síðast? Pastarétt

Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Skinku,sveppi og X-tra ost

Uppáhaldssjónvarpsefni? Neighbours á youtube eru að koma sterkir inn þessa stundina

Besta bíómyndin? Margar góðar en engin uppáhalds

Uppáhaldstónlistarmaður: Geirmundur Valtýsson

Uppáhaldsdrykkur? Kók, ískalt vatn og svo auðvitað LITE bjór :)

Uppáhalds vefsíða? Facebook og auðvitað fótbolti.net

Frægasti vinur þinn á Facebook? Hvor er frægari Auddi Blö eða Þorgrímur Þráins?

Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki (ef já, hvernig þá)? Neibb

Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Nú vinna hann!!

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? KR!

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Sigga Beinteins

Erfiðasti andstæðingur? Hallbera Gísladóttir

Ekki erfiðasti andstæðingur? Shaneka í reit ;)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Besti samherjinn? Hef haft marga góða í gegnum tíðina, vil ekki gera upp á milli

Sætasti sigurinn? 3 síðustu leikir hjá okkur hafa verið ansi sætir og mikilvægir.

Mestu vonbrigði? No comment

Hvað er þitt uppáhaldslið í enska boltanum? LIVERPOOOOOL

Ef þú fengir að velja einn leikmann í heiminum í þitt lið. Hver yrði það? Mia Hamm

Hvern í liðinu þínu myndir þú kjósa á þing? Klárlega Guðrúnu Gunnarsdóttir aka GG :)

Besta knattspyrnukona Íslands í dag? Margrét Lára Viðarsdóttir

Efnilegasta knattspyrnukona landsins? Ingibjörg Sigurðardóttir, ekki spurning!

Fallegasti knattspyrnumaðurinn? Þorfinnur Gunnlaugsson ;)

Grófasti leikmaður deildarinnar? Ég ætla að leyfa Rakeli Hönnu og Emblu að berjast um þennan titil

Besti íþróttafréttamaðurinn? Gummi Ben

Lesa má viðtalið í heild sinni

hér á fótbolti.net.



Mynd: Fótbolti.net