Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hin 14 ára Sveindís Jane stal senunni
Markaskorarar leiksins: Katla María Þórðardóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Anita Lind Daníelsdóttir.
Mánudagur 23. maí 2016 kl. 10:40

Hin 14 ára Sveindís Jane stal senunni

Skoraði fjögur mörk á 15 mínútum

Hin 14 ára Sveindís Jane Jónsdóttir stal sannarlega senunni í bikarsigri Keflvíkinga gegn Álftanesi á útivelli í gær. Í stöðunni 1-1 í byrjun síðari hálfleiks kom Sveindís inn á sem varamaður og gjörbreytti leiknum. Hún hafði ekki verið inn á vellinum nema í fimm mínútur þegar hún kom Keflvíkingum yfir. Á næstu sex mínútum bætti hún við tveimur mörkum og var því komin með þrennu. Tæpum tíu mínútum síðar skoraði hún svo sitt fjórða mark. Sannarlega ótrúlegt, fjögur mörk á stundarfjórðungi.

Það var svo Katla María Þórðardóttir sem innsiglaði 1-6 sigur Keflvíkinga í uppbótartíma eftir undirbúning Sveindísar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024