Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Hin 13 ára Kinga Korpak er í forystu á móti á Eimskipsmótaröðinni
Kinga í Leirunni í sumar.
Föstudagur 28. júlí 2017 kl. 17:00

Hin 13 ára Kinga Korpak er í forystu á móti á Eimskipsmótaröðinni

Hin unga og bráðefnilega Kinga Korpak úr Golfkúbbi Suðurnesja leiðir eftir fyrsta daginn á Borgunarmótinu sem hófst í dag á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði á Eimskipsmótaröðinni en það er mótaröð bestu kylfinga landsins. Korpak lék fyrsta hringinn á tveimur höggum yfir pari og er með eins höggs forystu á klúbbfélaga sinn, Karen Guðnadóttur, margfaldan klúbbmeistara GS. Það eru því tvær Suðurnesjadömur á toppnum eftir fyrsta daginn.


Kinga lék einstaklega stöðugt golf á hringnum í dag en hún fékk skolla á holum 2 og 3 og par á aðrar holur. Kinga hefur verið að gera flotta hluti á Íslandsbankamótaröð unglinga undanfarin ár en hún er einungis 13 ára gömul og þykir mikið eitt mesta efni hér á landi. Hún hefur sigrað á þremur mótum á Íslandsbankamótaröð unglinga í sumar en hún er nýkomin frá keppni með landsliði stúlkna 18 ára og yngri þar sem hún stóð sig vel. Systir hennar, Zuzanna var þar einnig í liði Íslands hún hefur einnig náð góðum árangri í mótum hér heima, m.a. sigrað á einu, verið í 2. sæti og 3. sæti.

Karen Guðnadóttir er í öðru sæti á þremur höggum yfir pari á mótinu á Hvaleyri, höggi á undan landsliðskylfingnum Önnu Sólveigu Snorradóttur sem er þriðja. Annar hringur mótsins verður á morgun, laugardag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Systurnar Kinga og Zuzanna hafa náð mjög góðum árangri í golfmótum í sumar.