Hilmar skoraði gegn Finnum
Íslendingar eiga möguleika á Ólympíusæti
Íslenska U15 ára liðkarla í knattspyrnu lagði Finna að velli með tveimur mörkum gegn engu um helgina en leikið var í Sviss. Grindvíkingurinn Hilmar Andrew McShane skoraði annað mark liðsins. Hilmar er annar Suðurnesjamaðurinn í hópnum en hinn er Sigurbergur Bjarnason frá Keflavík.
Þessi leikur var í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna en íslensku strákarnir mæta sigurvegaranum úr leik Armeníu og Moldóvu. Úrslitaleikurinn um sæti á Ólympíuleikum ungmenna fer svo fram í dag, mánudaginn kl. 13:00 að íslenskum tíma. Þessir Ólympíuleikar fara svo fram á næsta ári í Nanjing í Kína.