Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Hilmar Geir hættur hjá Keflavík
Fimmtudagur 18. október 2012 kl. 14:51

Hilmar Geir hættur hjá Keflavík

Knattspyrnumaðurinn Hilmar Geir Eiðsson hefur sagt skilið við Keflvík í Pepsi-deild karla en hann hefur ákveðið að leita fyrir sér á höfuðborgarsvæðinu fyrir næsta tímabil. Hilmar hefur leikið með Keflvíkingum síðustu tvö ár en hann kom frá Haukum.  Hann hefur leikið 40 deildarleiki og skorað í þeim sex mörk.

Frá þessu er greint á heimsíðu Keflvíkinga en þar kveður Hilmar sjálfur félagið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég vill þakka stuðningsmönnum, þjálfurum og því frábæra fólki sem starfar í kringum liðið fyrir tvö skemmtileg og jafnframt lærdómsrík ár. Það hefur verið ómetanlegt að taka þátt í uppbyggingunni á Reykjanesinu sem eini fulltrúi þeirra sem telst á „besta“ aldri. Auk þess vill ég sérstaklega þakka leikmönnunum liðsins sem hafa margir orðið góðir félagar og vinir,“ segir Hilmar.

„Af persónulegum ástæðum hef ég ákveðið að endurnýja ekki samning minn við Keflavík og er stefnan að leika á höfuðborgarsvæðinu næsta tímabil. Framtíðin er björt hjá liðinu og mega stuðningsmenn og ég þar á meðal eiga von á spennandi tímum framundan.“