Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Hildur til höfuðs Helenu“
Mánudagur 16. janúar 2006 kl. 14:48

„Hildur til höfuðs Helenu“

Eins og Víkurfréttir hafa þegar greint frá í dag þá heimsækja Grindavíkurkonur Hauka á Ásvelli í kvöld en leikurinn er toppslagur í IE – deild kvenna og hefst kl. 19:15.

Víkurfréttir settu sig í samband við Unndór Sigurðsson, þjálfara Grindavíkur, en dagsskipunin verður sú sama og alltaf, að einbeita sér að sínum eigin leik.

„Við leggjum upp með það sama og ávallt, við ætlum að einbeita okkur að okkar eigin leik. Hildur Sigurðardóttir verður svo setti til höfuðs Helenu Sverrisdóttur. Við ætlum ekki að láta Haukana hægja á leiknum heldur ætlum við að keyra upp hraðann en viðureignir þessara liða hafa fyrst og fremst unnist á vörninni,“ sagði Unndór að lokum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024