Hildur Björk fékk borgarferð
Enn einn Suðurnesjamaðurinn hefur nú bæst í hóp þeirra sem sett hafa niður Borgarskotið á vegum
Í viðureign Keflavíkur og Grindavíkur í undanúrslitum kvenna í gærkvöldi var röðin komin að Hildi Björk Pálsdóttur. Hildur skaut frá þriggja stiga línunni og hitti beint ofan í. Glæsilegt skot og Hildur fékk ferð fyrir tvo til
Fyrir nokkrum dögum var það Leifur Guðjónsson sem hitti frá miðjum vellinum í Röstinni í Grindavík og þar áður hafði Dagmar Traustadóttir sett niður þriggja stiga körfu í Ljónagryfjunni. Hver verður næsti ferðalangurinn í úrslitakeppninni? Það kemur í ljós annað kvöld þegar Njarðvík tekur á móti Grindavík í Ljónagryfjunni kl. 20:00.
VF-mynd/ [email protected] - Hildur sæl eftir skotið góða í gær. Þess má geta að Hildur á nokkra leiki að baki með meistaraflokk Keflavíkur og mun hún örugglega láta betur að sér kveða á næstu leiktíð.