Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hildur Björk fékk borgarferð
Miðvikudagur 28. mars 2007 kl. 13:50

Hildur Björk fékk borgarferð

Enn einn Suðurnesjamaðurinn hefur nú bæst í hóp þeirra sem sett hafa niður Borgarskotið á vegum Iceland Express. Borgarskotið er leikur á vegum Iceland Express í úrslitakeppninni í körfuboltanum þar sem áhorfendur fá að skjóta frá miðju eða þriggja stiga línunni. Ef þeir hitta fá þeir að launum flugmiða fyrir tvo til eins af mörgum áfangastöðum Iceland Express.

 

Í viðureign Keflavíkur og Grindavíkur í undanúrslitum kvenna í gærkvöldi var röðin komin að Hildi Björk Pálsdóttur. Hildur skaut frá þriggja stiga línunni og hitti beint ofan í. Glæsilegt skot og Hildur fékk ferð fyrir tvo til Basel í Sviss.

 

Fyrir nokkrum dögum var það Leifur Guðjónsson sem hitti frá miðjum vellinum í Röstinni í Grindavík og þar áður hafði Dagmar Traustadóttir sett niður þriggja stiga körfu í Ljónagryfjunni. Hver verður næsti ferðalangurinn í úrslitakeppninni? Það kemur í ljós annað kvöld þegar Njarðvík tekur á móti Grindavík í Ljónagryfjunni kl. 20:00.

 

VF-mynd/ [email protected] - Hildur sæl eftir skotið góða í gær. Þess má geta að Hildur á nokkra leiki að baki með meistaraflokk Keflavíkur og mun hún örugglega láta betur að sér kveða á næstu leiktíð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024