Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

HFR gerði það gott í Danmörku
Efnilegar hnefaleikastúlkur frá Reykjanesbæ. Margrét og Ína.
Miðvikudagur 26. mars 2014 kl. 09:01

HFR gerði það gott í Danmörku

Hnefaleikafólk af Suðurnesjum stóð í stórræðum á erlendum vettvangi, en sex keppendur frá Hnefaleikafélagi Reykjanesbæjar tóku þátt í alþjóðlegu móti Hvidovre box cup í Kaupmannahöfn um sl. helgi. Félagið sneri heim aftur með eitt gull og tvö silfur í farteskinu.

Gullverðlaunahafinn, Margrét Guðrún Svavarsdóttir, fékk að reyna sig við unga stelpu frá Malmö sem hefur að baki 24 ólympíska bardaga. Frændur okkar voru gríðarlega ánægðir með Margréti og vildu endilega sjá meira af félaginu í alþjóðlegu móti sem þeir halda næst í Febrúar 2015. Allir keppendur stóðu sig með prýði, má þar sérstaklega nefna Ínu Rut Eiríksdóttur, sem fékk annað sætið í sínum flokki eftir harða viðureign. Rannveig Ósk Smáradóttir átti sína fyrstu viðureign í mótinu og átti eina af sínum bestu frammistöðum til þessa. Árni Kristgeirsson sýndi einnig góða takta, en varð rétt undir í stigagjöf dómara í undanúrslitum. Alexander Róbertsson tók þátt í hörkuspennandi bardaga en varð því miður undir í stigum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024