Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Hetjunar hylltar í Holtaskóla
Í liðinu eru þau Katla Björk Ketilsdóttir, Sunna Líf Zan Bergþórsdóttir, Halldór Berg Halldórsson, Stefán Pétursson, Elsa Albertsdóttir og Gunnólfur Guðlaugsson. Þjálfarar liðsins eru þeir Bergþór Magnússon og Einar Einarsson íþróttakennarar.
Mánudagur 25. apríl 2016 kl. 11:34

Hetjunar hylltar í Holtaskóla

Skólinn fagnaði sigri í Skólahreysti með stæl

Nemendur Holtaskóla hylltu í morgun hetjurnar sínar sem fögnuðu glæsilegum sigri í Skólahreysti í síðustu viku. Verðlaunaathafnir sem þessar eru nánast orðnar árviss viðburður í Holtaskóla enda hefur skólinn sigrað í keppninni fimm sinnum á síðustu sex árum, en árið sem ekki vannst sigur hafnaði Holtaskóli í öðru sæti.

Sigurvegararnir voru leystir út með verðlaunum frá Reykjanesbæ og Lífstíl auk þess sem enn ein risa ávísunin var afhend. Það fer að vanta veggpláss fyrir þessar ávísanir sem fylla orðið veggina á sal skólans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Liðið ásamt þjálfurum með bikaraflóðið.

„Hverjir eru bestir? Holtaskóli!“