Hertar sóttvarnaraðgerðir hafa áhrif á íþróttastarf
Keflavík - Grótta síðasti leikurinn með áhorfendum á Suðurnesjum?
Hertar sóttvarnaraðgerðir vegna Covid-19 taka gildi á morgun, mánudaginn 5. október. Það er ljóst að reglurnar koma til með að hafa mikil áhrif á íþróttaviðburði þar sem áhorfendur verða ekki leyfðir.
Í dag leikur kvennalið Keflavíkur gegn Gróttu á Nettóvellinum og hefst leikurinn klukkan 14:00. Eins og staðan er gæti þetta orðið síðasti leikur knattspyrnutímabilsins á Suðurnesjum þar sem áhorfendur verða leyfðir. Það er því síðasti séns vilji áhugafólk um fótbolta skella sér á völlinn.
Úr minnisblaði sóttvarnarlæknis þann 3. október til heilbrigðisráðherra:
Íþróttastarf.
- Keppnisíþróttir með snertingu verði leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
- Sérsambönd ÍSÍ geri reglur um framkvæmd æfinga og keppni í sínum greinum.
- Reglurnar verði unnar í samvinnu við ÍSÍ sem leitar sérfræðiráðgjafar hjá sóttvarnalækni.
- Eins metra nándartakmörkun verði virt í búningsklefum og öðrum svæðum utan keppni og æfinga skv. reglum hvers sérsambands ÍSÍ.
- Áhorfendur verði ekki leyfðir.
- Keppnisáhöld verði sótthreinsuð milli notenda eins og kostur er og samkvæmt reglum hvers sérsambands ÍSÍ.