Herrakvöld Víðis framundan
Herrakvöld knattspyrnudeildar Víðis í Garði fer fram laugardaginn 27. janúar næstkomandi. Skemmtunin hefst kl. 19:00 í Samkomuhúsinu í Garði.
Ýmis skemmtiatriði verða í boði á herrakvöldinu og mætir enginn annar en Laddi sjálfur svo einhverjir séu nefndir.
Árni Johnsen verður veislustjóri en miðapantanir fara fram í síma 660 7890 eða 897 7373. Miðar verða einnig seldir í Víðishúsinu þann 19. janúar kl. 20:00. Þá er einnig hægt að panta miða á [email protected]
Athugið að um takmarkað miðamagn er að ræða á skemmtunina.