Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Herrakvöld Reynis haldið annað kvöld
Föstudagur 4. maí 2007 kl. 10:30

Herrakvöld Reynis haldið annað kvöld

Herrakvöld knattspyrnudeildar Reynis Sandgerði verður haldið í Samkomuhúsinu í Sandgerði annað kvöld.


Húsið mun opna með taumlausri gleði á slaginu 19:30 og borðhald hefst svo nákvæmlega klukkustund síðar, eða stundvíslega klukka 20:30. Gunnar Óskarsson ætlar að sjá til þess að enginn muni verða svangur það sem eftir lifir kvöldsins og bjóða upp á frábært sjávarréttarhlaðborð.


Ræðumaður kvöldsins er Róbert Marshall sem situr í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Sérstakur gestur kvöldsins er Ásmundur Friðriksson, sem er þekktur fyrir gamanmál sitt á samkomum sem þessum.


Skemmtikraftur kvöldsins er svo enginn annar en Jóhannes Kristjánsson, eftirherma með meiru. Auðvitað verður happadrættið á sínum stað með stórglæsilegum vinningum að vanda og svo má að sjálfsögðu ekki gleyma mögnuðu uppboði á ýmsum veglegum hlutum.


Allt verður þetta undir veislustjórn Gunnars Guðjónssonar sem Reynismenn ættu allir að kannast vel við.

Miðasala er hafin, en hægt er að panta miða hjá Kristjáni í síma 899-9580 og hjá Sissa í síma 863-1795

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024